Dagur 2

Dagurinn hófst snemma hjá öllum, kokkarnir og flugvirkinn voru farnir af stað þegar restin af áhöfninni mætti í vinnuna. Allt var sett í gang til að taka á móti farþegum okkar.

Farið var á tíma (auðvitað) og flogið upp til Anchorage til eldsneytisáfyllingar fyrir flugið til Japan. Á leiðinni var nóg að gera, kokkarnir kokkuðu, flugmennirnir flugu og flugfreyjurnar og Gulli freyjuðu alla farþegana upp úr skónum. Nú þegar þetta er skrifað erum við rétt komin yfir daglínuna á leiðinni til Tokíó. Þar töpuðum við einum degi, í einum vetvangi , allt í einu fór klukkan frá því að vera fimm mínútur í eitt eftir hádegi á sunnudegi, yfir í að vera fimm mínútur yfir eitt á mánudegi, og því helgin búin. Þetta þýðir auðvitað að mætt var í vinnuna á sunnudagsmorgni og svo er farið í land á mánudagseftirmiðdegi. Þetta er orðin talsverð yfirvinna, sem við ætlumst til að fá greidda þegar heim er komið.

En nóg um það......Tókíó bíður.

Dagur 1

Jæja gott fólk. Nú í morgun hófst ferð okkar. Klukkan 06:20 í morgun var mætt í rútuna sem skuttlaði okkur til KEF. Allir voru mættir þar nema Siggi og Jón sem mættu fyrr til að sjá til þess að enginn myndi nú örugglega grennast á fyrsta legg okkar, þar sem við flugum tóm til Boeing flugvallar í Seattle þar sem við munum hitta farþegana okkar á morgun og hefja formlega þennan túr. Vélin lítur sérlega vel út og erum við stolt að geta kallað þennan stólpagrip næstum heimili okkar næsta mánuðinn. Flugið til Seattle tók rúman sjö og hálfan tíma, og til að sjá til þess að engum leiddist nú örugglega tók Gulli upp hjá sér að vera með léttar Möllersæfingar svona til að hrista mannskapinn saman. Flugmennirnir voru auðvitað undanskildir. Allir er spenntir, og hlakkar mikið til að eiga við þetta verkefni sem framundan er.

« Fyrri síða

Um bloggið

Heimsferð Des2008

Höfundur

Áhöfnin á FI1442
Áhöfnin á FI1442
Sögur af ferðum áhafnarinnar á FI1442 um Asíu og Eyjaálfu, og það sem á daga þeirra drífur í einn mánuð.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Yfir miðju Kyrrahafi.
  • Erna fékk að taka þátt
  • Menn fóru að sigla
  • Gulli á bryggjunni
  • Sum herbergin á hótelinu voru vægast sagt vel staðsett

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (30.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband