Tahiti….Paradís?

Komum til þessarar fallegu eyjar seint um kvöld, eftir mjög langan dag, og sáum því ekkert af dýrðinni fyrr en næasta morgun. Hér er óskaplega fallegt, mjög dýrt og allir tala frönsku. Innfæddir líta á sig sem Frakka enda með frönsk vegabréf. Ferðamennska er hér aðal atvinnuvegurinn auk perluræktunar, svartar perlur, og vanillurækt. Þeir finna einnig fyrir miklum samdrætti í ferðamennskunni hér. Strendurnar dásamlegar, frábært að snorkla, sem flestir í áhöfninni gerðu en Jón Hörður fór árla morguns annan daginn og kafaði og lét hann mjög vel af því. Við höfum gert lítið annað en að flatmaga á ströndinni og svo að næra okkur á kvöldin og allir eru sammála um að besta matinn í ferðinni fengum við í gærkvöldi hér á eyjunni. Hótelið er flott og hér eru margar brúðkaupsveislur haldnar ( höfum séð tvær) og það er gaman að fylgjast með innfæddum í sínu fínasta pússi allir blómum skrýddir.og að sjá strápilsadansinn þeirra, þar eru magnaðar mjaðmasveiflur með tilheyrandi trumbuslætti. Nú verður farið snemma í koju í kvöld því það er langur dagur á morgun, sá lengsti í ferðinni. Farþegarnir okkar fóru til Bora Bora og koma með flugi þaðan beint í vélina til okkar. Það styttist í að þessi áhöfn horfist í augu við ískaldan íslenskan veruleika, LA annað kvöld og svo þaðan 20sta til KEF. Við hittum áhöfnina sem fer í næstu ferð í LA og verða þar efalaust fagnaðarfundir og frá mörgu að segja. Þessu bloggi líkur svo í LA…………

Cairnes "Hello mate"

Feðrin gekk vel og við straujuðum þjónustuna með stífu broti. Lentum seint að kvöldi í um það bil 300 stiga hita og raka. Bara flott hótel og allt hér okkur að skapi. Mikið rætt hvort þetta væri bara ekki endastöð fyrir okkur. Okkur líkaði afar vel hér og loksins fengum við stóra steik með kartöflum. Við elskum Ástrali og allt sem þeir hafa upp á að bjóða..Næsti leggur afar langur og við þar af leiðandi snemma í koju. Kyrrahafið framundan.........

Bangkok Tekin

Lentum í áfengisbanni vegna kosninga heila helgi. Hvað gerir fólk þá? Jú kíkir í búðir og gerir verðkannanir! Hótelið var bara geðveikt og með heilli strönd við sundlaugina á fjórðu hæð. Eina neikvæða við Bangkok vöru hundleiðinlegir leigubílstjórar sem "Sjanghæuðu" okkur endalaust í verslanir þar sem þeir fengu nokkra lítra af bensíni fyrir það að koma með okkur. Annars bara allt gott. Frábært hjá okkur eins og venjulega. Næsti áfangastaður er Cairnes í Ástralíu.

Bangkok

Jæja öll.

Við komin til Bangkok. Skiluðum gestum af okkur í Singapore og ferjuðum svo vélina hingað. Hér fáum við góða hvíld í fimm daga á frekar flottu hóteli á meðan við bíðum eftir gestunum. Höfum notað tíman vel og hvílt okkur. Nú um helgina eru kostningar hér í Bangkok, og eins og eldri lesendur kanski muna þá er sú regla hér eins og var heima á sínum tíma að þá eru allar áfengisveitingar bannaðar. Sýnist okkur að margir gestir hér á hótelinu skilji þetta ekki, en við auðvitað látum slíkt ekki hafa áhrif á okkur, það er þá helst að erfitt sé fyrir okkur að komast að í ræktinni fyrir öðrum gestum.

Hér er mikið mannlíf, margt að sjá og að skoða.


Kambódía

Komum til Kambódíu frá Hanoi, með viðkomu í Ho Chi Min borg/Saigon, þar sem farþegarnir okkar fóru í dagsferð. Við vorum eftir um borð og dittuðum að þessu og hinu, Geir stjórnaði "show"inu eins og sannur herforingi.

Eins og kokkarnair og Erna voru búin að segja okkur, kom Kambódía okkur verulega á óvart. Landið, amk. Siem Reap er alveg æðislegt. Fólkið er yndislegt, maturinn fínn, og verðlagið svakalega lágt, sem flestir nýttu sér.

Fyrri dagurinn okkar fór í að skella sér í skounarferð í fljótandi þorp. Tókum TugTug út úr borginni og fórum svo í bát til að skoða þetta. Fólk þetta eru fiskimenn að atvinnu, og búa á litlum bátum. Allt þeirra líf fer fram á svona bátum, menn sigla í búðina sem er bátur líka, skólarnir eru stórir bátar, og þeir hafa jafnvel körfuboltvöll sem er á stórum fleka. Allt mjóg sérstakt og gaman að hafa skoðað þetta. Við komum við í ritfangabúð og keyptum bækur, penna og reglustikur og slíkt.  komum við í einum fljótandi skólanum og gáfum nemendunum þetta.

Seinni daginn fórum við að skoða kaustrið/hofið/musterið Angkor Wat sem er á heimsminjaskrá. Ekki fóru nú allir í það, Erna var búin að sjá þetta svo og kokkarnir, sem þurftu hvort eð er að fara að undirbúa matinn fyrir flugið daginn eftir.

Það er ekki ofsögum sagt að musterið er mjög tignarlegt og höfðum við öll gríðarlega gaman að því. Tók þessi ferð allan daginn, borðað var á hótelinu og farið svo snemma að sofa enda langur dagur framundan; Fljúga með farþegana til Singapore, og svo þaðan ferja vélina upp til Bankok þar sem verður tekin 5 daga hvíld. Farþegarnir skila sér svo þangað með lest frá Singapore.


Ritstífla

Það virðist sem allir hér í hópnum hafi of mikið að gera til að blogga. Sem er auðvitað alveg rétt. Hópurinn hefur verið einstaklega samhentur, og aldrei hefur neinn mann vantað þegar það á að gera eitthvað. Netsambandið hefur þó verið upp og ofan. það hefur tekið talsverðan tíma að henda inn þessum myndum, og þegar því var lokið var einhvern veginn maður ekki í stuði til að sitja lengur fyrir framan tölvu.

Nú skal reynt að bæta úr því.

Eftir Hong Kong var skellt sér til Víetnam. Flugum beint til höfuðborgarinnar Hanoi og tókum svo rútu inn á Hilton hótelið sem var okkar bækistóð næstu 3 daga. Hanoi er full af fólki eins og flestum hefur nú dottið í hug. En það sem kom okkur þó mest á óvart var að í þessari 7 milljón manna borg voru 5 milljón skellinöðrur. Skellinöðra er aðalfarartækið hér. Heilu fjölskyldurnar ferðast saman á einni skellinöðru. Pabbinn keyrir, mamman er aftaná, og börnin 3 sitja á milli. Einnig eru skellinöðrur notaðar sem flutningabílar; Stundum sést varla í hjólið fyrir vörum.

Einhvern vegin voruum alveg viss um að þessi 5 milljón hjól söfnuðust öll í kringum okkur hvert sem við fórum, að ganga yfir götu krafðist gríðarlegs hugrekkis. Málið er bara að horfa, og svo stíga út á götuna, ganga yfir á jöfnum hraða, og treysta því að ökumennirnir myndi annaðhvort skjótast fyrir aftan mann eða rétt fyrir framan mann. Þegar við loks fórum þá fóru menn jafnvel yfir stærstu umferðargötur með þessum hætti, og það án þess að blikna. En 5 milljón hjól valda mikilli mengun, og nóg var af henni í Hanoi. Stundum á kyrrum morgni var skyggnið ekki nema nokkur hundruð metrar vegna mengunar. En við létum það ekki aftra okkur og skelltum okkur í skoðunarferð. En þar sem við erum svo umhverfisvæn, leigðum við okkur reiðhjól með kerru framaná. Við sátum þar meðan maður hjólaði með okkur.

Strákarnir gátu auðvitað ekki annað en skellt sér á stríðminjasafnið í Hanoi, á meðan stelpurnar skoðuðu markaðina. Það var magnað að sjá hvað þessi þjóð hefur þurft að ganga í gegnum, fyrst baráttan við Frakkana og svo auðvitað við Kanann.

Fannst öllum gaman að hafa komið hingað, maturinn er frábær, en mengunin og fólksmergðin þó talsvert þreytandi.


Dagur 5, taka 2

Þetta var bara geðveikt gamlárskvöld. Kobe beef,humar,kálfur og gúmmulaði. Inga spilaði á trompetinn fyrir okkur á þakhæð hótelsins og kom okkur öllum í rétta gírinn. Nú árið er liðið hljómar rosalega flott úr trompetnum hennar. Vorum flottust af öllum og lang stærst líka. Berglind tók smá syfjukast en náði sér fljótlega. Þessi borg er alveg frábær og við höfum aldrei séð aðrar eins skreytingar og flugeldasýningin var engu lík. Svo fórum við bara að sofa og vöknuðum áður en flugeldabrjálæðinu lauk heima. Fórum í skoðunarferð um Hong kong og fórum svo snemma að sofa. Þetta er borg sem við öll erum til í að heimsækja aftur.

Dagur 5 - Gamlársdagur

Vöknuðum og hittumst öll í morgunmat, og svo far farið að skoða sig um hér í Hong Kong. Hong Kong skiptist í 3 hluta, Hong Kong eyju, New Terriories og svo Kwoloong skaga, þar sem við gistum. Kínverska nýja árið kemur ekki fyrr en í lok janúar svo allar búðir voru opnar. Nóg var að sjá og leið tíminn hratt. Hist var svo um 6 leitið í sparigallanum til að snæða saman gamlárskvöldmat á stað sem Berglind hafði pantað fyrir okkur einhverjum vikum fyrr. Flestir strákarnir voru í smóking og dömurnar í galakjólum. Eyddum við svo kvöldinu saman og fögnuðum nýju ári í þessari stórkostlegu borg, sem kom 8 tímum á undan íslenska nýárinu.

Dagur 4

Dagurinn byrjaði á hittingi við morgunverð klukkan 06:00. Eftir að Gurrý hafði raðað mannskapnum upp og framkvæmt hausatalningu, var svo rokið af stað. Japaninn klikkaði ekki þann daginn frekar en fyrr og allt gekk eins og í sögu. Vegna þess var reynt að herma, og tókum við öll smá hraðsuðu kúrs í hefðum, siðum og venjum samuræjans. Útskrifust allir með láði og fengu höfuðklút því til staðfestingar sem allir báru með stolti. Höfðu farþegarnir á orði að aldrei hefði þeir séð slíka snilligáfu og skipulag hjá okkur. Flugtíminn í dag til Hong Kong er langur vegna mikils mótvinds en við látum það nú ekki hafa mikil áhrif á okkur. Meira síðar frá Hong Kong.

Dagur 3

Japan tók á móti okkur brosandi má segja. Það væri ekki ýkjur að segja að japanir eru alveg gríðarlega skipulagt fólk, ef ef það væri til Ólimpíugrein í skipulagi, þá var það fólk sem tók á móti okkur í sannarlegu keppnisskapi. Enginn þurfti hugsa neitt, það var séð fyrir öllu. Okkur var bara smalað inn í rútu og volla........Allir komnir upp á hótel. Veðrið var gott, en íslenkst hitastig þó, rétt um 2 gráður. Eins og sönnum ferðalöngum sæmir var aðeins hist og farið yfir daginn. Að lokum enduðum við öll á veitingarstað og snæddum hráan fisk, og grjón. Það var farið snemma í rúmið enda allir þreyttir eftir langan dag, og líkamsklukka orið eitthvað vanstillt eftir mörg tímabelti.

Næsta síða »

Um bloggið

Heimsferð Des2008

Höfundur

Áhöfnin á FI1442
Áhöfnin á FI1442
Sögur af ferðum áhafnarinnar á FI1442 um Asíu og Eyjaálfu, og það sem á daga þeirra drífur í einn mánuð.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Yfir miðju Kyrrahafi.
  • Erna fékk að taka þátt
  • Menn fóru að sigla
  • Gulli á bryggjunni
  • Sum herbergin á hótelinu voru vægast sagt vel staðsett

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (30.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband