Tahiti….Paradís?

Komum til þessarar fallegu eyjar seint um kvöld, eftir mjög langan dag, og sáum því ekkert af dýrðinni fyrr en næasta morgun. Hér er óskaplega fallegt, mjög dýrt og allir tala frönsku. Innfæddir líta á sig sem Frakka enda með frönsk vegabréf. Ferðamennska er hér aðal atvinnuvegurinn auk perluræktunar, svartar perlur, og vanillurækt. Þeir finna einnig fyrir miklum samdrætti í ferðamennskunni hér. Strendurnar dásamlegar, frábært að snorkla, sem flestir í áhöfninni gerðu en Jón Hörður fór árla morguns annan daginn og kafaði og lét hann mjög vel af því. Við höfum gert lítið annað en að flatmaga á ströndinni og svo að næra okkur á kvöldin og allir eru sammála um að besta matinn í ferðinni fengum við í gærkvöldi hér á eyjunni. Hótelið er flott og hér eru margar brúðkaupsveislur haldnar ( höfum séð tvær) og það er gaman að fylgjast með innfæddum í sínu fínasta pússi allir blómum skrýddir.og að sjá strápilsadansinn þeirra, þar eru magnaðar mjaðmasveiflur með tilheyrandi trumbuslætti. Nú verður farið snemma í koju í kvöld því það er langur dagur á morgun, sá lengsti í ferðinni. Farþegarnir okkar fóru til Bora Bora og koma með flugi þaðan beint í vélina til okkar. Það styttist í að þessi áhöfn horfist í augu við ískaldan íslenskan veruleika, LA annað kvöld og svo þaðan 20sta til KEF. Við hittum áhöfnina sem fer í næstu ferð í LA og verða þar efalaust fagnaðarfundir og frá mörgu að segja. Þessu bloggi líkur svo í LA…………

« Síðasta færsla

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Heimsferð Des2008

Höfundur

Áhöfnin á FI1442
Áhöfnin á FI1442
Sögur af ferðum áhafnarinnar á FI1442 um Asíu og Eyjaálfu, og það sem á daga þeirra drífur í einn mánuð.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Yfir miðju Kyrrahafi.
  • Erna fékk að taka þátt
  • Menn fóru að sigla
  • Gulli á bryggjunni
  • Sum herbergin á hótelinu voru vægast sagt vel staðsett

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (30.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband