Ritstífla

Það virðist sem allir hér í hópnum hafi of mikið að gera til að blogga. Sem er auðvitað alveg rétt. Hópurinn hefur verið einstaklega samhentur, og aldrei hefur neinn mann vantað þegar það á að gera eitthvað. Netsambandið hefur þó verið upp og ofan. það hefur tekið talsverðan tíma að henda inn þessum myndum, og þegar því var lokið var einhvern veginn maður ekki í stuði til að sitja lengur fyrir framan tölvu.

Nú skal reynt að bæta úr því.

Eftir Hong Kong var skellt sér til Víetnam. Flugum beint til höfuðborgarinnar Hanoi og tókum svo rútu inn á Hilton hótelið sem var okkar bækistóð næstu 3 daga. Hanoi er full af fólki eins og flestum hefur nú dottið í hug. En það sem kom okkur þó mest á óvart var að í þessari 7 milljón manna borg voru 5 milljón skellinöðrur. Skellinöðra er aðalfarartækið hér. Heilu fjölskyldurnar ferðast saman á einni skellinöðru. Pabbinn keyrir, mamman er aftaná, og börnin 3 sitja á milli. Einnig eru skellinöðrur notaðar sem flutningabílar; Stundum sést varla í hjólið fyrir vörum.

Einhvern vegin voruum alveg viss um að þessi 5 milljón hjól söfnuðust öll í kringum okkur hvert sem við fórum, að ganga yfir götu krafðist gríðarlegs hugrekkis. Málið er bara að horfa, og svo stíga út á götuna, ganga yfir á jöfnum hraða, og treysta því að ökumennirnir myndi annaðhvort skjótast fyrir aftan mann eða rétt fyrir framan mann. Þegar við loks fórum þá fóru menn jafnvel yfir stærstu umferðargötur með þessum hætti, og það án þess að blikna. En 5 milljón hjól valda mikilli mengun, og nóg var af henni í Hanoi. Stundum á kyrrum morgni var skyggnið ekki nema nokkur hundruð metrar vegna mengunar. En við létum það ekki aftra okkur og skelltum okkur í skoðunarferð. En þar sem við erum svo umhverfisvæn, leigðum við okkur reiðhjól með kerru framaná. Við sátum þar meðan maður hjólaði með okkur.

Strákarnir gátu auðvitað ekki annað en skellt sér á stríðminjasafnið í Hanoi, á meðan stelpurnar skoðuðu markaðina. Það var magnað að sjá hvað þessi þjóð hefur þurft að ganga í gegnum, fyrst baráttan við Frakkana og svo auðvitað við Kanann.

Fannst öllum gaman að hafa komið hingað, maturinn er frábær, en mengunin og fólksmergðin þó talsvert þreytandi.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Heimsferð Des2008

Höfundur

Áhöfnin á FI1442
Áhöfnin á FI1442
Sögur af ferðum áhafnarinnar á FI1442 um Asíu og Eyjaálfu, og það sem á daga þeirra drífur í einn mánuð.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Yfir miðju Kyrrahafi.
  • Erna fékk að taka þátt
  • Menn fóru að sigla
  • Gulli á bryggjunni
  • Sum herbergin á hótelinu voru vægast sagt vel staðsett

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (30.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband