18.1.2009 | 09:08
Tahiti….Paradís?
Ferðalög | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
17.1.2009 | 07:15
Cairnes "Hello mate"
Ferðalög | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
17.1.2009 | 07:04
Bangkok Tekin
Ferðalög | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
10.1.2009 | 16:35
Bangkok
Jæja öll.
Við komin til Bangkok. Skiluðum gestum af okkur í Singapore og ferjuðum svo vélina hingað. Hér fáum við góða hvíld í fimm daga á frekar flottu hóteli á meðan við bíðum eftir gestunum. Höfum notað tíman vel og hvílt okkur. Nú um helgina eru kostningar hér í Bangkok, og eins og eldri lesendur kanski muna þá er sú regla hér eins og var heima á sínum tíma að þá eru allar áfengisveitingar bannaðar. Sýnist okkur að margir gestir hér á hótelinu skilji þetta ekki, en við auðvitað látum slíkt ekki hafa áhrif á okkur, það er þá helst að erfitt sé fyrir okkur að komast að í ræktinni fyrir öðrum gestum.
Hér er mikið mannlíf, margt að sjá og að skoða.
Ferðalög | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
9.1.2009 | 06:30
Kambódía
Komum til Kambódíu frá Hanoi, með viðkomu í Ho Chi Min borg/Saigon, þar sem farþegarnir okkar fóru í dagsferð. Við vorum eftir um borð og dittuðum að þessu og hinu, Geir stjórnaði "show"inu eins og sannur herforingi.
Eins og kokkarnair og Erna voru búin að segja okkur, kom Kambódía okkur verulega á óvart. Landið, amk. Siem Reap er alveg æðislegt. Fólkið er yndislegt, maturinn fínn, og verðlagið svakalega lágt, sem flestir nýttu sér.
Fyrri dagurinn okkar fór í að skella sér í skounarferð í fljótandi þorp. Tókum TugTug út úr borginni og fórum svo í bát til að skoða þetta. Fólk þetta eru fiskimenn að atvinnu, og búa á litlum bátum. Allt þeirra líf fer fram á svona bátum, menn sigla í búðina sem er bátur líka, skólarnir eru stórir bátar, og þeir hafa jafnvel körfuboltvöll sem er á stórum fleka. Allt mjóg sérstakt og gaman að hafa skoðað þetta. Við komum við í ritfangabúð og keyptum bækur, penna og reglustikur og slíkt. komum við í einum fljótandi skólanum og gáfum nemendunum þetta.
Seinni daginn fórum við að skoða kaustrið/hofið/musterið Angkor Wat sem er á heimsminjaskrá. Ekki fóru nú allir í það, Erna var búin að sjá þetta svo og kokkarnir, sem þurftu hvort eð er að fara að undirbúa matinn fyrir flugið daginn eftir.
Það er ekki ofsögum sagt að musterið er mjög tignarlegt og höfðum við öll gríðarlega gaman að því. Tók þessi ferð allan daginn, borðað var á hótelinu og farið svo snemma að sofa enda langur dagur framundan; Fljúga með farþegana til Singapore, og svo þaðan ferja vélina upp til Bankok þar sem verður tekin 5 daga hvíld. Farþegarnir skila sér svo þangað með lest frá Singapore.
Ferðalög | Breytt s.d. kl. 06:38 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
9.1.2009 | 06:01
Ritstífla
Það virðist sem allir hér í hópnum hafi of mikið að gera til að blogga. Sem er auðvitað alveg rétt. Hópurinn hefur verið einstaklega samhentur, og aldrei hefur neinn mann vantað þegar það á að gera eitthvað. Netsambandið hefur þó verið upp og ofan. það hefur tekið talsverðan tíma að henda inn þessum myndum, og þegar því var lokið var einhvern veginn maður ekki í stuði til að sitja lengur fyrir framan tölvu.
Nú skal reynt að bæta úr því.
Eftir Hong Kong var skellt sér til Víetnam. Flugum beint til höfuðborgarinnar Hanoi og tókum svo rútu inn á Hilton hótelið sem var okkar bækistóð næstu 3 daga. Hanoi er full af fólki eins og flestum hefur nú dottið í hug. En það sem kom okkur þó mest á óvart var að í þessari 7 milljón manna borg voru 5 milljón skellinöðrur. Skellinöðra er aðalfarartækið hér. Heilu fjölskyldurnar ferðast saman á einni skellinöðru. Pabbinn keyrir, mamman er aftaná, og börnin 3 sitja á milli. Einnig eru skellinöðrur notaðar sem flutningabílar; Stundum sést varla í hjólið fyrir vörum.
Einhvern vegin voruum alveg viss um að þessi 5 milljón hjól söfnuðust öll í kringum okkur hvert sem við fórum, að ganga yfir götu krafðist gríðarlegs hugrekkis. Málið er bara að horfa, og svo stíga út á götuna, ganga yfir á jöfnum hraða, og treysta því að ökumennirnir myndi annaðhvort skjótast fyrir aftan mann eða rétt fyrir framan mann. Þegar við loks fórum þá fóru menn jafnvel yfir stærstu umferðargötur með þessum hætti, og það án þess að blikna. En 5 milljón hjól valda mikilli mengun, og nóg var af henni í Hanoi. Stundum á kyrrum morgni var skyggnið ekki nema nokkur hundruð metrar vegna mengunar. En við létum það ekki aftra okkur og skelltum okkur í skoðunarferð. En þar sem við erum svo umhverfisvæn, leigðum við okkur reiðhjól með kerru framaná. Við sátum þar meðan maður hjólaði með okkur.
Strákarnir gátu auðvitað ekki annað en skellt sér á stríðminjasafnið í Hanoi, á meðan stelpurnar skoðuðu markaðina. Það var magnað að sjá hvað þessi þjóð hefur þurft að ganga í gegnum, fyrst baráttan við Frakkana og svo auðvitað við Kanann.
Fannst öllum gaman að hafa komið hingað, maturinn er frábær, en mengunin og fólksmergðin þó talsvert þreytandi.
Ferðalög | Breytt s.d. kl. 06:14 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
2.1.2009 | 10:58
Dagur 5, taka 2
Ferðalög | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
1.1.2009 | 14:29
Dagur 5 - Gamlársdagur
Ferðalög | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
1.1.2009 | 13:52
Dagur 4
Ferðalög | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
1.1.2009 | 13:49
Dagur 3
Ferðalög | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Um bloggið
Heimsferð Des2008
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (30.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar